Hér er EFNISLEG gagnrýni handa Halldóri

það er auðvita fáránlegt að misnotað sé orðið einelti um það hvernig Davíð Oddsson er búinn að fara með þessa þjóð.

  • Davíð skapaði ásamt framsóknarmönnum það umhverfi hér á Íslandi sem auðjöfrar hafa getað misnotað óáreittir.
  • Davíð segist hafa séð bankahrunið fyrir, en sagði ekki frá því.
  • Seðlabankinn þar sem Davíð er við stýrið stöðvaði ekki útþenslu bankana.

Davíð segir að í skýrslu sem kom út í maí á síðasta ári hafi verið bent á þetta en það er ekki rétt. Í skýrslunni er það sagt að "hugsanlega geti verið að ..." í samantekt skýrslunnar þar sem meginefni hennar er dregið sama er ekkert minnst á að stefni í þetta "hugsanlega". Í þessari skýrslu er það nefnt hinsvegar skýrum stöfum að bankarnir standi styrkum fótum og allt sé í gúddí fíling.

Hver átti þá að grípa í taumana. Jú. Seðlabankinn er eina stofnunin sem gat gripið í taumana. Seðlabankinn einn hefur þau verkfæri sem til eru til að stöðva útþenslu bankanna.

Það er sérstakt að skoða viðtal við eina helstu málpípu frjálshyggjunnar á íslandi sem hélt fyrirlestur fyrir einu og hálfu ári síðan um "íslenska efnahagsundrið". Hann var í viðtali í Íslandi í dag daginn áður.

http://vefmidlar.visir.is/VefTV/Default.aspx?channelID=STOD2&programID=b2fab606-e8f9-4500-a4d9-15008d8978da&mediaSourceID=4b8342d2-6d57-4144-8b62-3d3067588513


mbl.is Yfirlýsingar jaðra við einelti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úpps!  Þú staðfestir nú fullyrðingar Blöndals með fyrsta punktinum hjá þér

Kristinn (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 09:04

2 identicon

Hahaha ef þetta er er EFNISLEG gagnrýni þá þurfa bankastjórarnir ekki að hafa neinar áhyggjur.

nan (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 09:06

3 Smámynd: Davíð Kristjánsson

Kristinn

Leitt að þér finnst það

Davíð Kristjánsson, 3.2.2009 kl. 09:23

4 identicon

Þetta er ekki spurning um að finnast,  ef þú heldur það þá ertu á rangri leið.   Þetta er spurning um að gera hlutina rétt, eins og þú vilt að aðrir geri sbr. Seðlabankastjórana.  Þú ert að reyna að setja fram efnisleg rök og fyrsti punkturinn sem þú nefnir eru pólitísk rök sem koma starfi Davíðs hjá Seðlabanka ekkert við.   Reyndu nú að gera þetta almennilega

Kristinn (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 09:28

5 Smámynd: Vignir Arnarson

Nú erum við að tala saman marrrrrrrrr húrrrrraaaaaaaaa

Vignir Arnarson, 3.2.2009 kl. 09:29

6 Smámynd: DanTh

Það fellst tvennt í þessu kommenti hjá Kristni.

Annað hvort er hann innvígður sjálfstæðismaður eða hann skilur bara ekki hvað einelti er.  

Davíð, upptalningin hjá þér er góð og réttmæt.  Hún á sér stoð í gjörðum þessara manna.  Nú svo er munur á eftirfylgni og einelti en siðferðisfirrt fólk skilur ekki muninn þar á.  

DanTh, 3.2.2009 kl. 09:34

7 Smámynd: Björgvin Ólafur Óskarsson

hmmm..... ok, þannig að 1 stk. kall sagði 20-30 köllum að misnota kerfið? Misnotaðir þú það? Segir þetta ekki meira um mennina sem unnu sig í kringum reglurnar en þá sem settu þær? (eða í sumum tilfellum settu engar reglur)

hmmm..... ok, þannig að nöldrið og ákall Davíðs frá.... jah, ég man kallinn röfla þetta alveg frá 2006, þá var hann að gagnrýna gengdarlausann innflutning og skuldasöfnun heimilanna, auk þess sem hann var að vara við mikilli skuldasöfnun stærri fyrirtækja???? Var eitthvað torskilið í þessu?

hmmm.... ok, þannig að Davíð tók uppá því einsdæmi að fjármagnsflutningar væru frjálsir á milli landa, það hefur örugglega ekki verið.... jah, t.d. Evróputilskipun??

nei bara svona spyr;)

Björgvin Ólafur Óskarsson, 3.2.2009 kl. 09:37

8 identicon

Dapurleg eru svörin sem koma, " innvígður sjálfstæðismaður"  eru þetta einu rökin sem komið með.  Þetta er nú að verða þreytt tugga og sem skýtur upp kollinum þegar menn hafa ekkert betra að segja

Kristinn (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 09:41

9 Smámynd: Björgvin Ólafur Óskarsson

hmm.... ok, það sem ég get sagt um Hannes Hólmstein...... sko, sumar þeóríur líta MJÖG vel út og koma vel fyrir á pappír EN, þær eru ómögulegar í framkvæmd og oft með skelfilegum afleiðingum.

Þegar ég var í eðlisfræði, þá gátum við sannað það þeóríst að sólblóm gæti haldið fíl af bjargi, og fíllinn hangið á blóminu á halanum einum saman. Þetta lítur kool útá pappír, en við vitum það báðir að þetta myndi enda með skelfingum, bæði fyrir fílinn og blómið, svo ekki sé minnst á það sem er fyrir neðan klettinn.

Svo í stærðfræði fékk ég að læra það að 2+2 eru bara alls ekki nákvæmlega 4 þegar það er reiknað "nákvæmlega", en við vitum báðir að það gengi bara alls ekki upp ef fólk þyrfti að vera með PC tölvu til að reikna 345 + 854, ekki satt.

Björgvin Ólafur Óskarsson, 3.2.2009 kl. 09:43

10 identicon

Þú gleymir einu, kæri greinarhöfundur:

* Davíð Oddsson er áhrifamesti og umdeildasti stjórnmálamaður Íslandssögunnar síðan Snorri Sturluson var og hét.

Það er eitt mikilvægasta skilyrði seðlabankastjóra að hann sé einmitt hið þveröfuga; óumdeildur og ópólitískur. Þetta er almenn skynsemi alls staðar nema hér.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 10:25

11 Smámynd: Landfari

Var að eki Jón Bldvin sem ásamt Dvíð komu evrópureglunum í gildi hér sem leifðu þessa erlendu bankareikninga sem eru að setja okkur á hausinn núna?

Landfari, 3.2.2009 kl. 11:26

12 identicon

Kristinn: Það er ekki einelti þegar maður biður feita krakkann að fara af skónum sínum svo maður geti farið í þá. Nú þarf þjóðin af vinna sig út úr þessum vanda sem við erum komin í, en DO er alveg sama, honum langar bara til að vera fyrir.

Björgvin: DO var forsætisráðherra áður en hann varð seðlabankastjóri. Hann skapaði þessar aðstæður ásamt JBH með ESS samning. Þar með vorum við komnir með frelsið sem fylgdi evrópusamning, .......EN við þurftum ekki að hlíta öllum þeim reglum sem ESB samning fylgir. Þar er brotalömin, við fengum frelsið en vildum ekki reglur og þannig halda alltof margir íslendingar að verði áfram hægt að reka ísland, því miður.

Ég er ekki að segja að DO eigi sök á því hvernig staðan er, en heppilegast væri að hann segði af sér til að skapa vinnufrið. Og afhverju? Jú því varðhundar hans keppast nú hver við annan að halda því fram að DO hafi varað við þessu en engin hlustað. Varðhundar hans reyna að breyta sögunni og ætla sér að segja þetta, þar til fólk fer að trúa þessu.

Afhverju getur engin komið með upptöku, eða blaðagrein þar sem DO varar virkilega við ástandinu ?  

En ég er viss um að þetta verður þannig að DO verður rekinn og korteri seinna verður hann orðinn píslavottur. Kosningarnar í vor munu snúast um hann, því miður.

Honum er nákvæmlega sama um allt nema sjálfan sig, það sást vel á síðasta landsfundi flokksins þegar fundurinn var farinn að snúast um það hvort DO kæmi á fundinn, eða ekki.

Tómas Þóroddsson (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 00:47

13 Smámynd: Björgvin Ólafur Óskarsson

Tómas: Ég er ekki "varðhundur" Davíðs, og mun ekki halda neinu fram þangað til að einhver trúir því - þar sem ég gef mér það lýðræðislega leyfi til að segja mína skoðun. Að fara útí það í stuttu máli hvað felst í EES samningi okkar við ESB og EFTA, þá er það bara kaputuli útaf fyrir sig og tæki sjálfsagt gott og verðskuldað pláss. Það sem Ísl. fengu fyrst og fremst með EES er frjálst og gagnkvæmt aðgengi að erlendum mörkuðum (svona eins og fríverslunarsamning) inn ESB og einnig urðu til forsendur fyrir frjálsu flæði fjármagns milli sambandanna.

En, Davíð ber bara sína ábyrgð, sem felst aðallega í faglegri ábyrgð sbr. stöðu hans, jú, líka sem forsætisráðherra. En, við skulum ekki glepjast í það - það eru einstaklingar sem komust í þá stöðu - svipað og gert var með kvótann - að fá uppí hendurnar, nánast gefins, fjármálastofnanir ríkisins. Þar finnst mér Davíð, Halldór og sú gamla ríkisstjórn, ásamt alþingi bera megin þungann af því sem er að gerast í dag.

Það að reglur séu til, en ekki til, þá er það hárrétt hjá þér - að vissu leyti. Sumar reglur hafa verið "til", en ekki lögfestar af alþingi! Allar þessar reglur eru til, já, en ekki staðfestar af hinu íslenska alþingi.

Því miður eru núverandi stjórnvöld - og nýliðarnir í stjórnarandstöðunni - komnir í gamla leiðinlega gírinn. Nöldra og nöldra meðan landanum og fyrirtækjunum blæðir út, og ekkert gerist í raunverulegum aðgerðum nema að "bakfæra" gjörðir fyrri ríkisstjórnar. Hvernig hjálpar það okkur?? Það er komið eitt gagnlegt frumvarp fyrir fólkið - aðlögun og breytingar á gjaldþrotalögum. Veit ekki af öðru.

Björgvin Ólafur Óskarsson, 15.2.2009 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Davíð Kristjánsson

Höfundur

Davíð Kristjánsson
Davíð Kristjánsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband